Íslenska

Bókagagnrýni um Galdrastafi og grænu augun

Ég og bekkurinn minn í Ölduselskóla vorum að lesa bók sem heitir Galdrastafir og grænu augun eftir Önnu heiðu Pálsdóttur.

Hún er um strák sem heitir Sveinn sem er 14 ára og lendir  hann í svakalegu ævintýri. Hann lendir í tímaflakki og ferðast til 17. ajldarinnar og þar kynnist hann mörgu nýu hlutum. Hann kynnist t.d. þjóðsagnarpersónu,  hann kynnist lífinu í gamla daga og hann verður hrifin af stelpu sem heitir Kristín og kynnist nokkrum krökkum.

Mér finnst þessi bók mjög skemmtileg og spennand. Hún leiddi mann í ævintýri og fræðandi hluti. Nokkrir kaflar voru mjög sorglegir en líka ótrúlega spennandi. Bókakápan lítur ekki út fyrir að vera spennandi en bókin kemur ótrúlega á óvart . Sveinn lendir í mörgum ævintýrum og lendir líka í smá vandræðum. Mér fannst mjög aðvelt að setja mig í spor hans því hann breyttist frá dekruðum unglingi í sveitastrák. Allt var svo breytt fyrir honum, hann var háður tölvuleikjum og mat sem ekki var til á 17 öld. Eini maturin sem var eldaður var fiskur og kjöt og svo fékk hann líka skyr. Ég elskaði að loka augunum og mynda allt sem var lesið í huganum mínum því þá náði ég að ráða hvernig allt leit út. Ég á mjög erfitt með  að einbeita mér í bókum en þessi bók var svo grípandi að ég náði að fylgjast mjög vel með. Mér fannst þessi bók ekkert skemmtileg fyrst en því meira sem við lásum varð bókin alltaf betri og betri. Ég lærði mjög mikið af þessari bók, t.d að hlýða og ekki að ljúga og ég lærði líka fullt af orðtökum og nýum orðum. Ég gef þessari bók í einkunn 9,4/10 því ég elska fyndna og rómatískar bækur en mér fannst vanta það aðeins meira í þessa bók að mínu mati.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurbjörg Líf Óskarsdóttir
Sigurbjörg Líf Óskarsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband